Lærið að teikna!

- með þjálfunaraðferðum frönsku akademíunar

English 

Námskeiðið fer fram í fámennum hópum í vinnustofu listamanns (Atelier) og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum í myndlist.

Kennd er sögufræg þjálfunaraðferð í teikningu sem leggur mikla áherslu á styrkingu og þjálfun augans (e. observation). Aðferðin er vinsæll og skilvirkur grunnur að raunsæi í teikningu og listmálun, en nýtist einnig tæknilega í margvíslegri annari tegund af myndlist - sjá nánari lýsingu hér neðar.

  • Námskeiðið Apríl - Maí kostar í heild 38,600 kr fyrir 4x 3klst langa tíma
  • 13:00-16:00 TBD
  • Staðsetning: TBD
  • Kennslan verður á ensku
  • Allir fá persónulega leiðbeiningu í tímum (svokölluð Atelier / vinnustofu þjálfun undir leiðsögn)

Sendið tölvupóst á lindajen.art@gmail.com til að skrá þig. Eftir bókun færðu senda staðfestingu með leiðbeiningum varðandi greiðslu og fleiri upplýsingar. 

***************************Linda has moved out of Lyngás studio, all courses on hold until new studio space issue is resolved.********************************

BÓKIÐ NÁMSKEIÐ HÉR
TÍMAR Í BOÐI

Sendið tölvupóst á lindajen.art@gmail.com til að fá aðstoð við skráningu, eða ef þið hafið einhverjar spurningar.

UM NÁMSKEIÐIÐ:

Nemendur munum þjálfast í að fylgja nítjándualdaraðferðum raunsæislistamanna til að styrkja sig í teikningu og málun. Kerfisbundin þjálfunaraðferð frönsku akademíunar er góður grunnur fyrir byrjendur í teikningu, en einnig sem viðauki í aðferðafræði fyrir þá sem eru lengra komnir í myndlist. Námskeiðið mun vera fróðlegt í sögulegu og kennslufræðilegu samhengi fyrir þá sem hafa áhuga á námsáherslum fyrri tíma.

StepWiseModelDrawing
Bargue drawing

Nítjándualdarskólar í listum einkenndust af raunsæi, tækni og klassískri fagurfræði með klassísisma, endurreisnartímabilið, gullnu öld lista í Hollandi og Barokk sem fyrirmynd. Svokölluð akademísk list, og listþjálfun á margar rætur sínar að rekja til frönsku skólanna á átjándu og nítjándu öld, einkum École des Beaux-Arts og Académie Julian í París. Margir virtir listaskólar í Evrópu tóku aðferðir og áherslur frönsku akademíunnar sér til fyrirmyndar, og má þar t.a.m. nefna Royal College í Bretlandi, og Dönsku Konunglegu Akademíuna.

Kennsluaðferðir akademíunar náðu miklum hæðum á nítjándu öld og þóttu gríðarlega skilvirkar frá tæknilegu sjónarmiði í þjálfun raunsæislistamanna, og skiluðu frá sér mörgum af helstu nöfnum mynlistasögunnar: Jean-Léon Gérôme, William-Adolphe Bouguereau, John Singer Sargent, Thomas Eakins, Théophile Poilpot, Jean-François Millet, og áfram má lengi telja.

Þjálfunaraðferðir nítjándu aldar skólanna eru enn mikils metnar í dag, sér í lagi sem tæki til að kenna grunnfærni í teikningu og málun.  Finna má mörg áhrif akademíunar í flest öllu grunnnámi og undirbúningsnámi listaskóla heiminn um kring.  Sérhæfðir skólar í klassískri raunsæislist eru einnig starfræktir í mörgum löndum sem fylgja námsaðferðum akademíunar með nákvæmum hætti, oftast í tveggja til þriggja ára sérnámi. Tilgangur námskeiðsins er að kynna þjálfunaraðferðir akademíunar eins og þær voru skipulagðar og skráðar af kennurum við frönsku skólana undir lok nítjándu aldar.

Námskeiðið mun hefjast með kynningu á kerfisbundnum aðferðum akademíunar í þjálfun myndlistamanna. Eftir kynningu verður strax ráðist í fyrstu skref akademíunar í myndlistarþjálfun, með því að teikna eftirmynd af Bargue plötu (klassísk eftirmynd frá meistara) undir leiðsögn leiðbeinanda. Nemendur munu fá tækifæri til að notfæra sér mikilvægustu kennsluhugmyndir akademíunar í þessu fyrsta skrefi þjálfunar.

Í LOK NÁMSKEIÐS EIGA NEMENDUR AÐ:

  • Hafa skilning á þjálfunaraðferðum frönsku akademíunar eins og skráðar af Bargue og Gérôme
  • Kunna að hefja verk af nákvæmni með plómulínu og öðrum viðmiðunaraðferðum
  • Kunna að fylgja ‘sight-size’ teikningu, og skilja tilgang þeirrar aðferðar í þjálfun augans
  • Vinna hægt en örugglega: Horfa/athuga og hugsa um form og gildi oftar og meir en að teikna
  • Nýta sér sér einfaldaða útlínu í fyrsta skrefi, og leggja megináherslu á nákvæmni og hlutföll útlína sem grunn að verkinu
  • Teikna skuggalínur (Apelles línur) áður en ráðist er út í smærri atriði og þekkja áherslu á skugga og ljós í allra fyrstu uppbyggingu verksins
  • Vinna upp verkið í heild, í jöfnum skrefum með ötullri athugun á heildarmynd verksins

Ekki verður lögð áhersla á að fullklára Bargue eftirmyndina, þó reynslan sé að flestir munu hafa náð nokkuð góðri eftirmynd af plötunni. Tilgangur æfingarinnar er að fylgja kerfisbundinni aðferðafræði akademíunar frá grunni.

Lesefni / fyrirlestrar: (valfrjálst) 

Charles Bargue and Jean-Leon Gérôme: Drawing Course -- Bókin inniheldur samantekt af námsefni Bargue og Gérôme með sögulegum útskýringum á kennsluaðferðinni eftir sagnfræðinginn Gerald Ackerman.

Fyrirlestur Daniel Graves um klassíska þjálfun (hljóðið lagast þegar Graves talar): Smellið hér

Kennsluaðferð: Verkleg gagnrýni leiðbeinenda í vinnustofu.  Áhersla er lögð á að nemandinn fylgir þjálfunaraðferð akademíunar í uppbyggingu á Bargue eftirmynd. Ekki er lögð áhersla á að fullklára eftirmyndina. Tilgangur æfingarinnar er að fylgja kerfisbundinni aðferðafræði akademíunar frá grunni.

Um leiðbeinandann: Linda Jen stundaði nám í klassískri listmálun við Florence Academy of Art, skóla Daniel Graves, sem byggir kennslu sína á þjálfunaraðferðum frönsku akademíunar sem við munum kynnast á námskeiðinu. Linda er meðlimur í Sambandi Íslenskra Myndlistamanna.

     

    Foundation drawing lessons with sight-sized method

     Foundation drawing lessons training for accuracy